Tryggingamál

Upplýsingar um tryggingar íþróttamanna/iðkenda

Almenna reglan er sú að íþróttamenn undir 16 ára aldri eru fyrst og fremst á ábyrgð foreldra.
Félagið sér ekki um að tryggja iðkendur sína.  ÍSÍ greiðir hins vegar bætur til iðkenda 16 ára og eldri skv. reglugerð um greiðslu bóta vegna íþróttaslysa.
Foreldrar ættu að kynna sér hvar þeir standa og huga að því að tryggja sig gagnvart slysum barna sinna í íþróttum.

Reglugerð ÍSÍ um greiðslu bóta vegna íþóttaslysa

Útbúið hefur verið sérstakt eyðublað fyrir þá sem þurfa að sækja um endurgreiðslu. Athugið að beiðni um endurgreiðslu verður ekki tekin til afgreiðslu nema öll tilskilin gögn fylgi með.