Jafnréttisstefna og áætlun

Jafnréttisáætlun og stefna Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags

Markmiðið með áætluninni er að tryggja jafnrétti kynjanna og stuðla að eðlilegri kynjaskiptingu í allri starfsemi Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags (Keflavík).

Jafnréttisáætlun Keflavíkur nær til allrar starfsemi félagsins, starfsmanna þess, hvort heldur er um að ræða fastráðna starfsmenn eða verktaka. Þá nær áætlunin einnig til þeirrar starfsemi og þjónustu sem veitt er af félaginu.

Stjórnir, nefndir og ráð

Við skipan í nefndir, ráð og kosningu til stjórnar innan Keflavíkur skal huga að því að hlutfall kynjanna sé sem jafnast.

Fræðsla og leiðsögn

Aðalstjórn skal hvetja til fræðslu um jafnréttismál og leiðir til þess að jafna stöðu karla og kvenna. Aðalstjórn leitast eftir því að fræða starfsmenn Keflavíkur eftir því sem þörf er talin á slíku, eða að starfsmenn Keflavíkur óski eftir slíkri fræðslu.

Jafnrétti meðal starfsmanna Keflavíkur

Keflavík leggur áherslu á jafna stöðu starfsmanna sinna. Þjálfurum og leiðbeinendum standa til boða sömu námskeið og fræðsla, til að tryggja gæði þjálfunar til iðkenda sinna. Þjálfarar og leiðbeinendur þiggja laun fyrir sín störf eftir menntun og reynslu, án tillits til kynferðis.

Jafnrétti meðal barna, unglinga og annarra iðkenda

Keflavík er í góðu samstarfi við opinberar stofnanir í Reykjanesbæ. Keflavík gætir þess, að vera í góðu samstarfi við aðrar uppeldisstofnannir. Öllum kynjum sé gert jafn hátt undir höfði hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar.

Keflavík leitast eftir því að tryggja jafnan aðgang allra kynja að æfingaaðstöðu og aðbúnaði hverju nafni sem það nefnist. Þá leitast Keflavík eftir því að gerðar séu sömu kröfur til þjálfara/leiðbeinanda beggja kynja.

Endurskoðun og kynning

Jafnréttisáætlun Keflavíkur er lifandi plagg og því til endurskoðunar á öllum tímum. Aðalstjórn Keflavíkur ákveður þó í upphafi hvers starfstímabils hvort þörf sé á endurskoðun gildandi jafnréttisáætlun.

Jafnréttisáætlun Keflavíkur skal kynnt starfsmönnum Keflavíkur þegar þeir hefja störf hjá félaginu. Þá skal jafnréttisáætlun Keflavíkur kynnt á foreldrafundum félagsins auk þess að vera aðgengileg á heimasíðu félagsins.

Hér er svo samþykkt áætlun Aðalstjóranr Keflavíkur aðgengileg:

Jafnréttisáætlun Keflavíkur