Framkvæmdastjóri ráðinn hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur
Guðmundur Steinarsson hefur verið ráðinn í hlutastarf sem framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Guðmundur er auðvitað öllum Keflvíkingum kunnur enda er hann bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur í fótbolta í efstu deild.