Minning - Magnús Haraldsson
Minningargrein – Magnús Haraldsson
11. júní 1942 – 17. janúar 2026

Einn af okkar stærstu og dyggustu stuðningsmönnum er fallinn frá. Magnús Haraldsson var alla tíð sannur Keflvíkingur í húð og hár. Hann lést þann 17. janúar síðastliðinn.
Magnús eða Maggi eins og hann var jafnan kallaður bar Keflavík í hjarta sér alla tíð. Hann gaf félaginu ómetanlegt framlag í yfir sextíu ár sem leikmaður, stjórnarmaður, sjálfboðaliði, styrktaraðili og mikill stuðningsmaður. Maggi varð Íslandsmeistari í knattspyrnu með Keflavík árin 1964 og 1969 og gekk í stjórn félagsins um leið og leikferli hans lauk.
Eitt það fallegasta við stuðning Magnúsar var hve tryggur hann var í að mæta á völlinn með sitt fólk, jafnt á heimaleiki sem útileiki. Fyrst komu börnin, síðan tengdabörnin, barnabörnin, afabörnin og nú langafabörnin. Úr varð stór og samhentur hópur sannra Keflavíkurstuðningsmanna sem ber arfleifð hans áfram.
Afkomendur Magnúsar hafa jafnframt styrkt barna- og unglingastarf í knattspyrnu og körfubolta með rausnarlegri gjöf og erum við afar þakklát fyrir.
Keflavík Íþrótta- og ungmennafélag þakkar Magnúsi Haraldssyni af heilum hug allt það sem hann gaf félaginu og samfélaginu. Minningin um góðan mann mun lifa áfram í hjörtum okkar Keflavíkinga.
Keflavíkurfjölskyldan vottar aðstandendum Magnúsar innilegra samúðar.
