Upplýsingar varðandi skráningar og æfingagjöld

Skilmálar

ÆFINGAGJÖLD OG SKRÁNING

Skráning iðkenda

  • Allir iðkendur  Keflavíkur þurfa að vera skráðir.
  • Forráðamenn skrá sín börn inn í Abler skráningakerfið og þarf að endurnýja skráningu árlega.
  • Skráningar fara áfram fram í gegnum Sportabler sem hægt er að nálgast á heimasíðu Keflavíkur eða á slóðinni https://www.abler.io/shop/keflavik/fotbolti
  • Foreldrar sæki sér  Abler appið.

Æfingagjöld 

  • Systkinaafsláttur 10% ef gengið er frá gjöldum fyrir árið á tímabilinu 1.sept-31.des ár hvert
  • Gjaldið er fast óháð æfingasókn iðkenda.
    ATH! Mikilvægt er að ganga frá æfingagjöldum sem fyrst

Greiðslur

  • Kreditkort - hægt að skipta greiðslum niður á mánaðarlegar greiðslur (2% umsýslugjald leggst á heildargjaldið)
  • Greiðsluseðill  - hhægt að dreifa á mánaðarlega greiðsluseðla  . Athugið að greiðsluseðlar eru sendir í gegnum Greiðslumiðlun  og leggst seðilgjald á hvern reikning auk þess sem vextir reiknast á greiðsluseðla séu þeir greiddir eftir gjalddaga.
  • Ef að greiðsluseðlar eru ekki greiddir þá fara þeir í innheimtu í Motus með tilheyrandi kostnaði
  • Greiðslur æfingagjalda eru forsenda þess að iðkandi megi taka þátt í æfingum og mótum/leikjum á vegum Keflavíkur.

Iðkandi hættir:

  • Þegar iðkandi hættir skal senda tilkynningu í tölvupósti á hjordis@keflavik.is þar sem fram kemur nafn og
    kennitala iðkandans
  • Uppsagnarfrestur er 1 mánuður og falla æfingagjöld niður eftir þann tíma eftir uppsögn sem forráðamaður hefur tilkynnt með tölvupósti á ofangreint netfang.   ATH -  Ekki nóg að láta þjálfara vita.
  • Æfingagjöld eru ekki endurgreidd afturvirkt.

Hvatagreiðslur

  • Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar eru rafrænar og hafa forráðamenn sem skrá iðkendur á þessu ári val um að haka við í skráningarferlinu um að nota hvatagreiðsluna til lækkunar æfingargjaldinu.  
  • Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar   Hvatagreiðslur/Incentive payments | Upplýsingavefur sveitarfélagsins Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is)
  • Hvatagreiðsla fyrir árið 2026 er 50.000 kr
  • Það er ábyrgð foreldra og forráðamanna að ráðstafa hvatagreiðslum
  • Hvatagreiðslur fást ekki endurgreiddar til foreldra eftir að þeim hefur verið ráðstafað
  • Hvatagreiðslur Suðurnesjabæjar og Voga eru einnig rafrænar og hægt er að nota þær í skráningarferlinu í Abler.
  • Mikilvægt er að foreldrar sem ætla að nota hvatagreiðslur / frístundastyrk geri það í skráningarferlinu í skrefi 2
  • Fræðslumyndband um notkun frístundastyrks - Hvatagreiðslur í Reykjanesbæ - YouTube

Allar upplýsingar um æfingagjöld deilda veitir Hjördís Baldursdóttir  á netfanginu hjordis@keflavik.is