Fréttir

Íþróttafólk Keflavíkur 2025
Aðalstjórn | 21. janúar 2026

Íþróttafólk Keflavíkur 2025

Íþróttafólk Keflavíkur var valið við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í gær þar sem haldin var uppskeruhátíð íþróttafólks í Reykjanesbæ.

Þetta er hátíðleg stund fyrir íþróttafólkið sem leggur mikið á sig til að stunda sína íþrótt og er félaginu til sóma.  Það er einnig stór stund fyrir okkar félag að eignast heimsmeistara en Jóhannes Frank varð heimsmeistari á árinu í sinni grein sem er stórkostlegur árangur.

Íþróttakona Keflavíkur var valin Eva Margrét Falsdóttir úr Sunddeild 

Eva Margrét hefur verið fastamaður í landsliði SSÍ og hefur átt mjög annríkt í landsliðsverkefnum þetta árið. Hún hefur verið dugleg að endurskrifa metabækur Keflavíkur/ÍRB í fullorðinsflokki, nánast í öllum sundaðferðum því hún er mjög fjölhæf, enda er hennar aðalgrein fjórsund.

Keppnisverkefnin hafa verið mjög þétt hjá Evu á þessu tímabili. Smáþjóðaleikar í lok maí, EM23 í lok júní, Íslandsmótið í byrjun nóvember og svo endaði hún árið á Norðurlandamótinu núna í lok nóvember.  Þar náði hún bestum árangri í 400m fjórsundi þar sem hún vann silfurverðlaun og 200m fjósundi þar sem hún vann bronsverðlaun.

Eva Margrét vann til sex Íslandsmeistaratitla á árinu og einnig kom hún hlaðin verðlaunum frá Smáþjóðaleikum í Andorra eða með alls tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Eva Margrét vann sinn fyrsta Íslandsmeistarartitil í eintaklingsgrein árið 2019 og síðan þá hefur hún unnið 44 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgrein og fróðlegt væri að vita hvort hægt sé að finna einstakling í sögu félagsins sem hefur unnið jafn marga titla.  Eva Margrét er í Afrekslandsliði SSÍ, hún er afar metnaðarfull og duglegur einstaklingur og frábær fyrirmynd í alla staði.

 Íþróttakarl Keflavíkur var valinn Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild 

Á árinu varð Jói Íslandsmeistari í greininni og náði jafnframt einstökum árangri á alþjóðavettvangi. Á Heimsmeistaramóti Benchrest-riffilgreina í Wright City, Missouri í september 2025 vann hann gull í sinni aðalgrein 100 + 200 metra grúppum, auk þess sem hann hlaut silfur í Light Varmint 200 m, brons í Light Varmint 100 m og silfur í „2 Gun“. Alls fjórar medalíur á einu heimsmeistaramóti þar sem yfir 80 af bestu skyttum heims kepptu.

Fyrr á árinu varð Jói einnig tvöfaldur Evrópumeistari í 100 og 200 metra greinum á Evrópumóti í Frakklandi, þar sem yfir 70 keppendur frá 11 löndum tóku þátt. Allur þessi árangur náðist á einu ári og undirstrikar að hér er um afrek á heimsmælikvarða að ræða.

Eftirfarandi afreksfólk var valið Íþróttafólk sinna deilda:

Íþróttafólk Keflavíkur

Blakíþróttakona Keflavíkur 2025: Dagfríður Ásta Rúnarsdóttir

Fimleikakona Keflavíkur 2025: Andrea Ósk Arnarsdóttir

Knattspyrnukona Keflavíkur 2025: Salóme Kristín Róbertsdóttir

Knattspyrnumaður Keflavíkur 2025: Kári Sigfússon

Körfuknattleikskona Keflavíkur 2025: Sara Rún Hinriksdóttir

Körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2025: Jaka Brodnik

Skotíþróttamaður Keflavíkur 2025: Jóhannes Frank Jóhannesson

Skotíþróttakona Keflavíkur 2025: Paula Gunnlaugsson Fric

Sundkona Keflavíkur 2025: Eva Margrét Falsdóttir

Sundmaður Keflavíkur 2025: Daði Rafn Falsson 

Taekwondokona Keflavíkur 2025: Heiða Dís Helgadóttir

Taekwondomaður Keflavíkur 2025: Amir Maron Ninir

Innan Fimleikadeildar Keflavíkur var 2. flokkur í hópfimleikum Íslandsmeistari á liðnu ári.  Síðan voru ótalmargir Íslandsmeistarar innan okkar raða í einstaklingsíþróttum eins og sjá má hér að neðan.

Helgi Hólm Keflavík - Hástökk
Jóhannes Frank Jóhannesson Keflavík - skotdeild
Bjarni Sigurðsson Keflavík - skotdeild
Natalia Steinunn Clausen Keflavík - Taekwondo
Rafael Del Rosario Keflavík - Taekwondo
Torfi Fric Jóhannesson Keflavík - Taekwondo
Ragnar Zihan Liu Keflavík - Taekwondo
Jakub Aron gruca Keflavík - Taekwondo
Viktor Atli Hrafnkelsson Keflavík - Taekwondo
Daníel Arnar Ragnarsson Keflavík - Taekwondo
Kristrún Erla Sigurðardóttir Keflavík - Taekwondo
Fjóla Sif Farestveit Keflavík - Taekwondo
Elvar Atli Lárusson Keflavík - Taekwondo
Viktor Berg Stefánsson Keflavík - Taekwondo
Þorsteinn Helgi Atlason Keflavík - Taekwondo
Jón Ágúst Jónsson Keflavík - Taekwondo
Marko Orelj Keflavík - Taekwondo
Oliwia Waszkiewicz Keflavík - Taekwondo
Magnus Máni Guðmundsson Keflavík - Taekwondo
Mikael Snær Pétursson Keflavík - Taekwondo
Aníta Rán Hertervig Keflavík - Taekwondo
Amir Maron Ninir Keflavík - Taekwondo
Eva Margrét Falsdóttir  Keflavík - sund
Daði Rafn Falsson Keflavík - sund
Margrét Anna Lapas Keflavík - sund
Már Gunnarsson Keflavík - sund
Nikolai Leo Jónsson Keflavík - sund
Julian Jarnutowski Keflavík - sund
Dea Nikolla Keflavík - sund
Kristinn Freyr Guðmundsson Keflavík - sund
Árni Þór Pálmason Keflavík - sund
Franciszek Adam Czachorowski Keflavík - sund
Svana Rún Imsland Keflavík - sund
Elva Ósk Cramer  Keflavík - sund
Maria Zahra Keflavík - sund
Piotr Gruszka Keflavík - sund
Julian Þór Maniak Keflavík - sund

Deildir fengu þann kost að heiðra sjálfboðaliða úr sinni deild og voru eftirfarandi sjálfboðaliðar ársins.

Blak - Rúnar Már Sigurvinsson

Fimleikar - Brimdís Björk Holm

Knattspyrna - Guðmundur Árni Þórðarson

Körfubolti – Magnús Jensson

Taekwondo - Atli Þorsteinsson

Við erum afar stolt af þessu frábæra íþróttafólki okkar og óskum öllum innilega til hamingju

 

Myndasafn