Fjáraflanir

Dósasöfnun fimleikadeildar Keflavíkur

Fimleikadeild Keflavíkur stendur fyrir dósasöfnun næstkomandi miðvikudag 28. október. Þetta er fjáröflun fyrir hópfimleikakrakka sem eru að fara til Ollerup næsta sumar.

Biðjum ykkur að taka vel á móti þeim.

Linda Hlín er tengiliður

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur


Unglingalandsliðskrakkarnir í körfunni ætla að ganga í hús í vikunni og safna flöskum og dósum. Líklega verða þau mest á ferðinni í kvöld (þriðjudag) og á fimmtudag. Unglingaráð heldur utan um þessa söfnun.

Kveðja Elínborg


Stelpurnar í H-2 Fimleikadeild Keflavíkur eru að safna fyrir vormótinu sem haldið verður á Egilsstöðum 15-17 maí 2015.
Verða að að selja lakkrís frá Góu, sælgætisbland frá Kólus og flatkökur frá Tótu flatkökum, í Nettó og Bónus, laugardagana 21. og 28. mars 2015.
Eftir páska, hugsanlega miðvikudagskvöldið, er svo stefnt á að ganga í hús og safna dósum.
Einnig eru þær að selja WC pappír, eldhúsrúllur, og ruslapoka. En það hefur aðallega verið haft samband við vini og ættingja.

Bestu kveðjur
Rebekka Reynisdóttir


Stelpurnar í H3 í fimleikadeild Keflavíkur ætla að vera með fjáröflun fram að páskum þar sem þær ætla að selja páskaliljur og páskaegg til að safna fyrir keppnisferð sem farin verður á Egilsstaði í Maí.

Bestu kveðjur
Önundur Jónasson