Fréttir

Aðalstjórn | 1. október 2021

Heilsu og forvarnarvika Reykjanesbæjar 4-10.okt

Keflavík tekur þátt í Heilsu og forvarnaviku Reykjanesbæjar sem fer fram 4-10.október.

Við bjóðum uppá vinaviku í öllum deildum og viljum við hvetja iðkendur til að taka með sér vin á sína æfingu í vikunni.  Einnig viljum við bjóða öllum sem langar til að kynna sér íþróttir sem eru í boði að mæta á æfingar samkvæmt stundatöflu þeirrar deildar.

Allar upplýsingar má finna undir hverri deild á heimasíðu okkar, www.keflavik.is

Að auki munu Keflavík og Njarðvík í sameiningu bjóða iðkendum sínum uppá netfyrirlestur frá Haus Hugarþjálfun, en hann hefur sett saman skemmtilegan netfyrirlestur sem má nálgast á hér í auglýsingunni.  Við viljum hvetja alla iðkendur að gefa sér tíma til að hlusta og horfa á fyrirlesturinn.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FYRIRLESTURINN