Fréttir

Aðalstjórn | 24. ágúst 2006

Viltu læra nýja leiki

Viltu læra nýja leiki?

Íþróttaakademían í Reykjanesbæ mun standa fyrir námskeiði í nýjum leikjum í samstarfi við UMFÍ 30.ágúst. Námskeiðið er ætlað fyrir þjálfara og íþróttakennara


Nú fara skólar og íþróttaæfingar að byrja og tilvalið fyrir íþróttakennara og þjálfara að læra fullt af nýjum leikjum sem nýtast til íþróttakennslu og æfinga.
Vegna mikillar eftirspurnar verður námskeiðið ,,Viltu læra nýja leiki?” endurtekið frá því í vor og að þessu sinni stendur Íþróttaakademían í Reykjanesbæ fyrir námskeiðinu, í samstarfi við UMFÍ. Námskeiðið verður haldið í húsakinnum Íþróttaakademíunnar og kennarinn kemur sem fyrr frá Gerlev legepark í Danmörku. Námskeiðið verður sérsniðið fyrir börn á aldrinum 6-15 ára og er ætlað fyrir íþróttakennara og þjálfara og alla þá sem vilja læra nýja leiki.
Sér námskeið verður haldið fyrir leikskólakennara og skólaliða.

Tími: Miðvikudagurinn 30.ágúst kl. 09.00-16.00.
Mæting: Íþróttaakademían í Reykjanesbæ.
Þátttökugjald: 7.500 krónur (hádegisverður innifalinn).

Þátttakendur skulu mæta bæði með inni- og útiföt.

Skráningarblað er á heimasíðu Íþróttaakademíunnar www.akademian.is.
Einnig er hægt að skrá sig í síma 420-5500.