VELFERÐASJÓÐUR BARNA STYRKIR ÍRÞÓTTA-OG LEIKJASKÓLA KEFLAVÍKUR
Velferðasjóður Barna styrkir Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur.
Innritun í íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur er miðvikudaginn 10. júní og fimmtudaginn 11. júní.
Velferðasjóður Barna hefur styrkt íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur og af þeim sökum verður gjaldið í skólann aðeins 3.500 krónur pr. barn.
Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags vill kom á framfæri þakklæti til sjóðsins með þennan styrk til okkar. Styrkurinn fer allur í að niðurgreiða þátttökugjöld og kaupa ávexti handa börnum.
Hægt er að nálgast dagskrá og aðrar upplýsingar um skólann hér.