Úrslitakeppni í getraunaleiknum hefst 26. mars
Keflavíkurtipparar hafa nú í 13 umferðir tippað á enska boltann í vetur. Aðeins er ein umferð eftir af riðlakeppninni fyrir úrslitakeppni. Mikil spenna er innan riðlanna og getur síðasta umferðin skorið úr um hverjir komast í úrslit.
Laugardaginn 26. mars munum við tilkynna hvernig úrslitakeppnin fer fram og tippa í 1. umferð keppninnar. Við hvetjum tippara til að mæta kl. 11:30 í súpu og brauð en við verðum með opið frá 10:00 til 13:00.