Fréttir

Aðalstjórn | 8. júní 2023

Uppbygging íþróttamannvirkja

Nú á dögunum var boðað til fundar á vegum Keflavíkur varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja.  Okkur hjá Keflavík finnst mikilvægt að fá svör varðandi næstu skref í þeirri vinnu sem nefnd á vegum bæjarins vann í vetur og skilaði metnaðarfullri tillögu varðandi uppbyggingu.  Það liggur ljóst fyrir að aðkallandi er að byggja löglegt fimleikahús og nýjan keppnisvöll í knattspyrnu sem stenst þær auknu kröfur sem lið á Íslandi þurfa að uppfylla í dag samkvæmt leyfiskerfi auk æfingasvæða.    Það er óhætt að greina frá því að það er einstakt að íþróttafélögin tvö, Keflavík og Njarðvík séu tilbúin í sameiginlega uppbyggingu á knattspyrnusvæðum sem er einsdæmi í bæjarfélögum með fleiri en eitt íþróttafélag.   Nú eru næstu skref í höndum nefndar sem skipuð hefur verið og mun hún fjalla um skýrslurnar sem liggja fyrir.  Því var ákveðið að fá þá nefnd í heimsókn til okkar ásamt góðum gestum frá KSÍ og Fimleikasambandi Íslands sem töluðu um mikilvægi þess að fjárfesta í íþróttum, bættri aðstöðu fyrir íþróttafólk Í Reykjanesbæ og hversu mikilvægar íþróttir eru í samfélaginu okkar.   Það er óhætt að segja að fundurinn hafi tekist vel og áhugaverðar umræður fóru fram og fundargestir sammála um að nauðsynlegar aðgerðir.  

Hér er hægt að sjá tillögu nefndarinnar um uppbyggingu íþróttamannvirkja - Smellið HÉR

Gestir fundarins voru:

Keflavík aðalstjórn:

Einar Haraldsson
Birgir Már Bragason
Garðar Newman
Eva Björk Sveinsdóttir
Björg Hafsteinsdóttir
Jónína Steinun Helgadóttir
Sveinbjörg Sigurðardóttir
Hjördís Baldursdóttir íþróttastjóri

 

Fulltrúar Reykjanesbæjar:

Friðjón Einarsson
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
Helgi Arnarson
Hafþór Barði Birgisson

Guðbergur Reynisson

Keflavík knattspyrna:

Böðvar Jónsson
Inga Lára Jónsdóttir
Ari Gylfason

 

KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir
Fannar Helgi Rúnarsson
Unnar Sigurðsson

Keflavík fimleikar:

Anna Sigríður Jóhannesdóttir

Hörður Jóhannsson

FSÍ

Sólveig Jónsdóttir

Njarðvík aðalstjórn:

Ólafur Eyjólfsson
Hámundur Helgason Framkvæmdar/ íþróttastjóri

Njarðvík knattspyrna:

Brynjar Þór Garðarsson
Ingi Þór Þórisson

 

ÍRB

Rúnar Arnarson

 

 

 

 

Myndasafn