Ungmennaráðstefna í Frakklandi.
Ungmennaráðstefna í Frakklandi.
Dagana 18.-25.ágúst næstkomandi fer fram ráðstefna á vegum UFOLEP (Union Française des Oeuvres Laïques d'Education Physique) og ISCA (International
Sport and Culture Association) sem ber yfirskriftina „Swell: Youth training for health and wellness“. Ungmennafélagi Íslands hefur verið boðið sæti fyrir tvo fulltrúa á aldrinum 18-30 ára á ráðstefnunni. Ráðstefnan er haldin í borginni Xonrupt-Longemer.
Á ráðstefnunni verður megin áhersla lögð á heilbrigði og hreyfingu út frá þremur mismunandi sjónarmiðum, mikilvægi hreyfingar fyrir líkamlega heilsu, andlega og félagslega vellíðan og út frá sjónarhorni mannréttinda og forvarnarstarfs.
Umsóknarfrestur til UMFÍ rennur út 13.Júlí nk. frekari upplýsingar gefur Sabína Steinunn nýr Landsfulltrúi UMFÍ en hún sér um erlend samskipti. Vinsamlegast sendið umsóknir og eða fyrirspurning á netfangið sabina@umfi.is.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna sjálfa er að finna á http://www.isca-web.org/english/youth/swell/swellyouthtrainingforhealthandwellness
Ferðakostnaður er greiddur að 90% eða að hámarki 1000 evrur og fæði og gisting að fullu.