Ungmennabúðir NSU
Ungmennabúðir NSU 30.nóvember – 4.desember 2012 í Danmörku.
„Nordic Youth Innovation Camp“ er fyrir þá sem eru á aldrinum 18-30 ára, virkir í ungmennafélags hreyfingunni og hafa löngun til að efla sig í starfi. Ungmennabúðirnar eru á vegum NSU ( Nordiske Samorganisation for Ungdomsarbejde) sem UMFÍ er aðili að.
Þú færð einstakt tækifæri til að vinna með 50 öðrum ungmennum á norðurlöndunum að skapandi verkefnum og góðum hugmyndum fyrir framtíðina.
Í ungmennabúðunum eru þér sköpuð tækifæri til að hugsa skapandi og vinna með öðrum að góðum hugmyndum til að vinna enn frekar með þegar þú kemur heim í þitt samfélag.
Ungmennabúðirnar standa yfir í 5 daga fyrstu 3 dagana vinnur þú með hinum 50 sem taka þátt þar sem áherslan verður á nýsköpun, sköpun, áhrif ungs fólk á og í samtökum. NSU tryggir að þú fáir faglega og félagslega reynslu sem nýtist þér í gegnum vinnuferlið.
Síðustu tveim dögunum verður svo lokað með stórri ráðstefnu þar sem þátttakendur í ungmennabúðunum fá tækifæri til að kynna niðurstöður sínar fyrir stjórnmálamönnum, vísindamönnum og starfsamönnum hinna ýmsu samtaka sem vinna með málefni ungmenna.
Ungmennabúðirnar og ráðstefnan gefur þér tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta ungt fólk á norðurlöndum.
Ungmennabúðirnar og ráðstefnan er þér að kostnaðarlausu með öllu.
UMFÍ fær úthlutað plássi fyrir sex ungmenni sem verða fulltrúar Íslands í ungmennabúðum.
Hafir þú frekari spurningar þá vinsamlegast hafðu samband við Sabínu á netfanginu sabina@umfi.is eða hringdu í síma 569-2929. Einnig má finna upplýsingar á heimasíðu NSU http://nsu.is/
Umsóknarfrestur er til 8.október næstkomandi.