Fréttir

Unglingalandsmót Selfossi
Aðalstjórn | 28. júní 2012

Unglingalandsmót Selfossi

Þeir sem hyggjast skrá sig til þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina eru hvattir til að kynna sér meðfylgjandi auglýsingu.

Ágætu foreldrar/forráðamenn 
15. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2012. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið á Selfossi en mótshaldarinn HSK sá einnig um framkvæmd mótsins í Þorlákshöfn árið 2008. 

Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni. Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 6.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Aðalstjórn Keflavíkur greiðir mótsgjald iðkenda og eru iðkendur skyldugir til þess að mæta í setningarathöfnina og vera stolt félagsins innan vallar sem utan vallar. 

Keppnisgreinar á Selfossi verða eftirfarandi:
Dans, fimleikar, starfs íþróttir, frjálsar íþróttir, taekwondo, glíma, golf, hestaíþróttir, motocross, íþróttir fatlaðra,  knattspyrna, körfubolti, skák og sund. Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar á Selfossi  og er íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur í hjarta bæjarins. Sundlaug og íþróttahús er þar rétt við hliðina og öll önnur íþróttamannvirki í næsta nágrenni.  Tjaldstæði keppenda verður afskaplega vel staðsett og í göngufæri við keppnissvæðin. 

Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er. Nánari upplýsingar má finna á netfangi  unglingalandsmótsins sem er www.ulm.is
Þeir sem hafa áhuga á að fara á unglingalandsmótið 2012 skrá sig á netfanginu olafur.asmundsson@isavia.is . Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: 
Fullt nafn barnsins, kennitala barnsins, nafn foreldra, póstfang (e-mail), gsm númer foreldra, einnig þarf að koma fram í hvaða keppnisgreinum viðkomandi ætlar að taka þátt. 

Hlakka til að sjá sem flesta á Selfossi n.k. verslunarmannahelgi.

F.h. Íþrótta og ungmennafélagsins Keflavík
Ólafur Ásmundsson