Umhverfisdagurinn 27. apríl. 2013
Keflavík íþrótta- og ungmennafélag stóð fyrir umhverfisdegi á laugardaginn 27. apríl.
Stjórnarmenn deilda félagsins komu saman og hreinsuðu upp rusl í kringum íþróttasvæði sín.
Dagurinn tókst vel og nokkuð af rusli féll til.
Endað var svo með grillveislu þar sem formaður félagsins grillaði hamborgara fyrir okkar duglega fólk.
Aðalstjórn vill þakka stjórnarmönnum og öðrum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni, einnig þökkum við okkar samstarfsaðilum fyrir gott samstarf, en það voru Samkaup/Nettó, Víkurfréttir og Reykjanesbær.
Hreint land fagurt land.
Smellið hér til að sjá myndir.
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur