Umhverfisdagur Keflavíkur 2014
Umhverfisdagur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn í gær þriðjudaginn 29. apríl. Yfir sextíu manns tóku þátt í deginum sem var frábær. Eftir að búið var að fara yfir svæðin og týna upp rusl var endað með grilli í félagsheimili okkar.
Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að vera í farabroddi að halda okkar nær umhverfi hreinu. Viljum einnig beina þeim tilmælum til okkar stuðningsmanna og annarra velunnar sem koma og styðja við bakið á iðkendum um að ganga ætíð vel um íþróttasvæðin „Hreint land fagurt land“.
Samstarfsaðilar eru: Víkurfréttir (fjalla um atburðinn), Samkaup (tekur þátt í grillinu) og Reykjanesbæ umhverfissviðið ( ruslapoka og að farga því rusli sem safnast eftir tiltek) og Ölgerðin (sér um drykki).
Þessum aðilum viljum við þakka sérstaklega fyrir að taka þátt í þessum degi með okkur og okkar félagsmönnum fyrir þeirra framlag.
MYNDIR
Einar Haraldsson formaður
Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags.