TÍMAMÓTAFUNDUR Á ÁTTÍU ÁRA AFMÆLI FÉLAGSINS.
Aðalfundur Kelavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn í gærkveldi.
Einar Haraldsson formaður var endurkjörinn ásamt stjórn.
Fundarstjóri var Ellert Eiríksson og fundarritari var Sigurvin Guðfinnsson.
Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ afhenti Rannveigu Ævarsdóttur formanni taekwondódeildar viðurkenningarskjal um áframhaldandi vottun ÍSÍ varðandi fyrirmyndardeild, einnig afhenti Ólafur Einari Haraldssyni formanni Keflavíkur viðurkenningarskjal um áframhaldandi vottun ÍSÍ varðandi fyrirmyndarfélag. Keflavík er því fyrsta fjölgreinafélagið sem fær þessa vottun öðru sinn. (allar deildir félagsins sem eiga þess kost eru fyrirmyndardeildir ÍSÍ)
Veitt voru starfsmerki fyrir stjórnarsetu.
Fjögur Gullmerki voru veitt í fyrstaskiptið í sögu félagsins þau eru veitt fyrir fimmtán ára stjórnarsetu þeim Einari Haraldssyni, Kára Gunnlaugssyni, Birgir Ingibergssyni og Jónasi Þorsteinssyni en allir eru þeir að byrja sitt sextánda ár í stjórn og allir voru þeir í stjórn áður en félagið sameinaðist 1994. Ólafur Rafnsson og Helga Guðrún Guðjónsdóttir sá um að næla merkin í stjórnarmenn.
Fjögur silfurmerki voru veitt en þau eru veitt fyrir tíu ára stjórnarsetu þeim
Sveini Adolfssyni aðalstjórn, Guðsveini Ólafi Gestssyni körfuknattleiksdeild, Grétari Ólasyni knattsp.- körfuknattleiksdeild og Dagbjörtu Ýr Gylfadóttur badmintondeild
Tíu bronsmerki voru veitt en þau eru veitt fyrir fimm ára stjórnarsetu þeim Oddi Sæmundssyni knattspyrnudeild, Einari H. Aðalbjörnssyni sund-knattspyrnudeild
Evu Björk Sveinsdóttur, Herdísi Halldórsdóttur,og Sveinbjörgu Sigurðardóttur fimleikadeild, Guðmundi Jóni Bjarnasyni sunddeild, Ingunni Gunnlaugsdóttur og Kristjáni Þór Karlssyni badmintondeild, Eiríki Ásgeirssyni skotdeild og Þóru Gunnarsdóttur taekwndodeild.
Veitt voru tvo heiðursmerki úr silfri þeim Jóhanni Gunnarssyni knattspyrnudómara og
Kristni Óskarssyni körfuknattleiksdómara.
Starfsbikarinn var veittur Birni Víkingi Skúlasyni.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ sæmdi Lilju Dögg Karlsdóttur starfsmerki UMFÍ.
Gestir fundarins voru Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ
Myndir af fundinum eru undir myndasafni á forsíðu eða sækja hér
Skýrsla aðalstjórnar er undir aðalstjórn/aðafundir/09 eða sækja hér.