Fréttir

Aðalstjórn | 1. september 2009

Sýning í Kaffitári


18. Landsmót UMFÍ í Keflavík fyrir 25 árum 

                 BORÐLEGGJANDI 

                  Sýning í Kaffitári    

         Við ætlum að minnast þess  í Kaffitári 

Opnum sýninguna á fimmtudagskvöld kl. 20.00.  –  Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 
     Við höldum sýningu í Kaffitári hjá Addý, sem er ein af hópnum sem vann auk þess fyrstu verðlaun.  Aðalheiður Héðinsdóttir er sem sagt Íslandsmeistari 1984 í því að „leggja á borð“. Við erum oft búnar að minnast þess hvað þetta var skemmtilegt.  Sérstaklega  er þetta nú skemmtilegt af því að við gerðum mikið grín af þessu þegar við  vorum beðnar að taka þátt.  Jói Geirdal, sem þá var formaður UMFK sló þessu fram á kennarastofunni í Holtaskóla, þar sem við vorum  við kennslu .  Það vantaði einhvern í pönnukökubakstur og í það að leggja á  borð.  Starfsgreinarnar voru og eru enn nokkuð áberandi þáttur á ungmennafélagsmótum sem gefur mótunum  búsældarlegan blæ.  
Við þessi tímamót minnumst  við skemmtilegs tíma.  Þetta verður jú svolítið öðruvísi sýning.   
 Við tókum þetta verkefni  sumarið 1984 háalvarlega, undirbjuggum þetta  allar saman og síðan var ákveðið hverjar myndu leggja á borðin.  Við unnum síðan verðlaun fyrir þau þrjú borð sem við lögðu á og héldum okkar eigin sigurhátíð, heldur betur  sáttar við útkomuna og montnar yfir því að hala inn stigum fyrir UMFK.  Þetta lifir svo sannarlega í minningunni.   Við ætlum sem sagt að sýna ýmislegt frá okkur sem minnir á þennan tíma.  Hver og ein okkar  hefur búið til mismunandi borðbúnað úr þræði og svo vinnum við sameiginlegt  verkefni .  Þá eru í hópnum listakonur sem verða með ýmislegt til sölu á sýningunni.  Fjölbreytt, skemmtilegt og jafnvel dálítið óútreiknanlegt í Kaffitári á næstu Ljósanótt. 
Í hópnum eru  Anna Þóra Böðvarsdóttir, Guðrún Hákonardóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir(Beggý),  Sara Bertha Þorsteinsdóttir, Unnur B. Þórhallsdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir , Aðalheiður Héðinsdóttir og Sveindís Valdimarsdóttir.