Fréttir

Aðalstjórn | 3. mars 2006

Starfsbikar Keflavíkur veittur á aðalfundi félagsins

Kristín Herdís Kirstjánsdóttir hlaut Starfsbikar Keflavíkur 2005

Nokkur orð um Kristínu sem sögð voru á aðalfundi félagsins

Kristín byrjaði fyrir einum ca. 5 árum en setti strax mikla vinnu í starfið og var allt í öllu.  Sá um allt alveg frá því að ráða þjálfara, safna peningum fyrir launum þeirra og sjá um að þeir stæðu sig. (Hékk stundum fyrir utan íþróttahúsin til að athuga hvort viðkomandi þjálfarar væru mættir og væru að standa sig)  Lagði mikinn metnað í starfið og fékk marga með sér í þessa vinnu og vil ég meina að það sé helsti kostur þessa einstaklings að vera góð í mannlegum samskiptum og einkar lagin í að drífa fólk með sér.  Flest hefur þó verið á hennar könnu og má þar nefna fjármálin sem voru í bölvaðri óreiðu og alltaf skorti fjármagn þangað til hún mætti.  Nú í dag er helst að nefna hversu mikið hún skilur eftir sig en það er:
• Öflugt unglingaráð (hún sá um að sækja fólk en nú hafa aðrir hana sem fyrirmynd og eru duglegir að virkja liðið).
• Fjármálin í góðu standi.
• Samkaupsmótið aldrei verið glæsilegra og vaxið gríðarlega í hennar stjórnartíð.
• Aldrei verið fleiri iðkendur.
• Hugmyndauðgi hennar hefur skilað flottum fatnaði sem selst eins og tískuvara og allir flokkar eiga fína búninga til að keppa í.
• Hugsjónina um að halda Keflavík í forystu á landsvísu í körfunni um ókomna framtíð.
• Skipulag unglingaráðs með fasta fundi og ákveðna stjórnarhætti er henni að þakka.

Það er mjög erfitt að hætta að telja upp hlutina sem Kristín stendur fyrir og á heiður af.
Vitnað í Margrét Sturlaugsdóttur formann unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
En hún segir: Að hún hafi aldrei á ævinni unnið með eins kraftmiklum og drífandi einstakling, manngæskan, ánægjan og óeigingirnin sem skín af Kristínu þegar hún er í ham er hreint bráðsmitandi.  Enda fær hún aldrei að hætta því við hin sem hún hefur smitað hjálpum henni svo hún geti haft gaman af þessu áfram. 

Til hamingju Kristín.

mynd: Einar Haraldsson formaður félagsins afhendir Kristínu Herdísi Kristjándsóttur bikarinn.