Starfsbikar Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags
Hildur Kristjánsdóttir hlaut Starfsbikar félagsins fyrir árið 2003 en hann var veittu á aðalfundi Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags 29. febrúar 2004.
Sá aðili sem hlotnast þessi heiður að þessu sinni hefur starfa mikið fyrir Keflavík íþrótta- og ungmennafélag. Hefur verið í stjórn félagsins í 7 ár og hefur mikinn áhuga á forvörnum. Hefur staðið fyrir fræðsluátaki gegn fíkniefnum af hálfu félagsins og er virkur aðili í foreldrafélögum þar sem hún hefur veg barna okkar ávallt í fyrir rúmi. Af þessu má sjá að þetta er engin önnur en Hildur Kristjánsdóttir. Það er ómetanlegt fyrir félag að eiga svona gullmola eins og hana Hildi. Hildur hefur ávalt verið reiðubúin að taka að sér þau verkefni sem hún er beðin um. Hildur er mikil driffjöður og hefur reynst bæði félaginu og foreldrafélögum einkar vel.