STARFSBIKAR KEFLAVÍKUR 2004
Sigurbjörn Gunnarsson fékk stafsbikarinn að þessu sinni. Hefur hann starfa mikið fyrir íþróttahreyfinguna. Hóf feril sinn með því að sitja í unglingaráði UMFK 1974, í stjórn UMFK 1977 – 1987, framkvæmdastjóri UMFK 1980, varamaður í stjórn ÍBK í nokkur ár, framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 1984 haldið hér í Keflavík og Njarðvík, hlaut silfurmerki UMFK 1989. Í stjórn UMFÍ í 18 ár, situr í lottónefnd UMFÍ sem er að endurskoða skiptinguna á lottógreiðslum til aðildarfélaga UMFÍ, í rekstrarstjórn Þrastalundar, í stjórn Íslenskrar getspár frá 1987. Hefur setið í ýmsum öðrum nefndum og ráðum. Hlaut gullmerki UMFÍ 1999. Það er ómetanlegt fyrir félag að eiga svona félaga. Sigurbjörn hefur ávalt verið reiðubúinn að taka að sér þau verkefni sem hann er beðinn um. Sigurbjörn er mikill atorku maður og hefur reynst bæði félaginu og UMFÍ einkar vel.