Skráning í Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur
Íþrótta-og leikjaskóli Keflavíkur 2006
Fyrir stráka og stelpur fædd 1995 - 2000
Skráning þriðjudag og miðvikudag 27. og 28. júni frá kl.10.00 til 12.00 og 13.00 til 16.00 á seinna námskeiðið. Skránig fer fram á skrifstofu félagsins Hringbraut 108 (félagsheimil Keflavíkur).
Íþrótta- og leikjaskólinn er í höndum aðalstjórnar Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags þrettánda árið í röð. Skólinn vinnur eftir fastmótaðri „námskrá“, þar sem mikið er lagt upp úr að foreldrar séu kunnugir markmiðum skólans og foreldrum er gert kleift að fylgjast með því sem börnin eru að aðhafast dag frá degi. Áhersla er lögð á heildarþroska barnanna, jafnt andlegan sem líkamlegan. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri útiveru. Ekki er gengið út frá því að nemendur skólans læri undirstöðuatriði einstakra íþróttagreina heldur að þau kynnist nokkrum þeirra lítillega.
Markmið Íþrótta og leikjaskólans eru:
1. Kynna þátttakendum ýmsar íþróttagreinar.
2. Efling á félagsþroska og samskiptahæfni.
3. Aukin hreyfifærni og bætt líkamsþrek.
4. Þátttakendur kynnist náttúrunni á Suðurnesjum betur og upplifi umhverfi sitt á nýjan hátt.
5. Stuðla að aukinni útiveru barna og hvetja þau til að nýta umhverfi sitt til margbreytilegra leikja.
6. Koma saman með öðrum börnum og skemmta sér ærlega.
Tímabil
Boðið verður upp á tvö þriggja vikna námskeið. Hægt er að velja að vera fyrir eða eftir hádegi.
Fyrra námskeiðið verður frá 12. júní til 30. júní. Seinna námskeiðið verður frá 3. júlí til 21. júlí.
Skráning
Skráning fer fram á skrifstofu félagsins Hringbraut 108 (félagsheimil Keflavíkur).
Skráning verðu 6. og 7. júní frá kl.10.00 til 12.00 og 13.00 til 16.00 á fyrra námskeiðið og 27. og 28. júní frá kl.10.00 til 12.00 og 13.00 16.00 á seinna námskeiðið.
Þátttökugjald
Þátttökugjald er 5.500 krónur á barn og veittur er 1.000 króna systkinaafsláttur.
Ath ekki hægt að greiða með korti.
Hvar á að mæta?
Alla daga er mæting við íþróttahúsið við Sunnubraut, nema annað sé tekið fram.
Þeir sem eru fyrir hádegi eiga alltaf að mæta kl. 9:00 og eru búnir rétt fyrir kl. 12:00 (nema annað sé auglýst).
Þeir sem eru eftir hádegi eiga að mæta kl. 13:00 og eru búnir rétt fyrir kl. 16:00 (nema annað sé auglýst).
Nesti og búnaður
-Merkið öll föt með nafni og símanúmeri barnsins.
-Börnin eru hvött til að taka með sér nesti (sælgæti og gos ekki leyfilegt).
-Börnin hafa með sér innanhúss íþróttaskó ef illa viðrar en séu þó jafnframt ávallt vel búin til útiveru.
-Auglýst er sérstaklega þegar hafa þarf sundföt meðferðis.
-Allt sjoppuráp er stranglega bannað.
Dagskrá.
Dagskrá verður gefin út við innritun.
Þegar veður er slæmt höfum við íþróttahúsið til afnota og er þá ágætt að hafa með sér innanhússkó þegar illa viðrar.
Miðar heim
Þegar eitthvað sérstakt stendur til s.s. ferðalag, óvissuferð, sund oþh. munu börnin/foreldrar fá deginum áður bréfsefni með öllum upplýsingum.
Útskrift - lokadagur
Foreldrar eru hvattir til að mæta á lokadaginn. Þar fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku í skólanum. Við endum síðan á grillveislu.
Markmið félagsins
Markmið félagsins er að vera í sem bestu sambandi við foreldra/forráðamenn. Við hvetjum ykkur því til að hafa samband þegar spurningar vakna um íþrótta og leikjaskólann. Skrifstofa félagsins er að öllu jöfnu opin mánudaga til föstudaga frá 10-16. Sími: 4213044, gsm 8975204
Leiðbeinendur
Guðjón Árni Antoníusson nemi við Íþróttaakademíuna
Jón Norðdal Hafsteinsson nemi við Íþróttaakademíuna
Einar Haraldsson, umsjónarmaður leikjaskóla: 421-3044 eða 897-5204