Sigurður Steindórsson var sæmdur Gull-heiðursmerki Keflavíkur
Sigurður Steindórsson var sæmdur Gull-heiðursmerki Keflavíkur á aðalfundi Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sem haldinn var 28. febrúar síðast liðinn.
Sigurður Steindórsson þarf vart að kynna fyrir bæjarbúum. Hann var formaður Knattspyrnufélags Keflavíkur KFK, var vallarstjóri á íþróttavellinum í Keflavík, auk þess sem hann þjálfaði bæði handbolta, knattspyrnu menn og konur . Það má með sanni segja að hann hafi verið einn af merkari íþróttafrömuðum í Keflavík. Sigurður studdi vel við yngri iðkendur okkar og var ávallt þeim innan handar. Hann var einnig mikið í kringum meistaraflokk ÍBK og gekk þar í öll störf, meðal annars að nudda leikmenn, stundum svo hressilega að menn æptu undan honum. Það var mikil fengur í því fyrir íþróttalífið hér í Keflavík að hafa haft svona mann eins og Sigurð innanborðs.
Færum Sigurði og hans fjölskyldu innilegar hamingjuóskir með þessa heiðrun.
Aðalstjórn Keflavíkur
Kári Gunnlaugsson, Sigurður Steindórsson og Einar Haraldsson