Samstarfssamningur Keflavíkur og KSK
Keflavík hefur undirritað samstarfssamning við Kaupfélag Suðurnesja (KSK).
Óska eftir því að þú komir í lið með okkur.
Samstarfssamningurinn felur í sér að við eigum að reyna að afla nýrra félagsmanna í Kaupfélag Suðurnesja á tímabilinu 1. September 2013 – 15. Desember 2013.
Félagsmanns telst aflað þegar hann hefur skráð sig og greitt félagsgjald sem er kr. 1.000.- og skilyrða í samþykktum KSK er fullnægt.
KSK skuldbindur sig til að umbuna Keflavík fyrir hvern nýjan félagsmann sem hefur sannanlega aflað, á eftirfarandi hátt:
Fyrir fyrstu 500 félagsmennina kr. 1.000- pr. nýjan félagsmann
Fyrir næstu 500 félagsmenn kr. 1.500- pr. nýjan félagsmann
Fyrir hvern félagsmann eftir 1.000 kr. 2.000- pr. nýjan félagsmann
Uppgjör umbunar fer fram föstudaginn 20. Desember 2013 samkvæmt nánara samkomulagi aðila.
Keflavík skuldbindur sig til að nýta umbun til uppbyggingar starfs í heimabyggð.
Helstu atriði um félagsaðild:
Allir 16 ára og eldri sem búa á félagssvæði KSK geta orðið félagar í Kaupfélagi Suðurnesja.
Félagssvæðið er Suðurnes, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes og Reykjavík.
Félagsgjald er kr. 1.000,- sem varðveitist í stofnsjóði félagsins á nafni þínu. Stofnsjóður er séreignarsjóður.
Við inngöngu skuldbindum við okkur lögum félagsins eins og þau eru eða verða á hverjum tíma.
Félagið er samvinnufélag samkvæmt landslögum.
Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum þess, fram yfir það sem nemur stofnsjóðseign hvers um sig.
Sérhver félagsmaður hefur eitt atkvæði og er kjörgengur í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum félagsins.
Hvernig gerist ég félagsmaður/eigandi:
Á heimasíðu félagsins KSK.is er linkur þar sem auðvelt er að skrá sig og fá frekari upplýsingar.
Hvað fæ ég út úr því að vera félagi:
Þú færð 2 % afslátt beint á kassa, við hver viðskipti í okkar búðum.
Þú færð fjölda góðra tilboða, sérauglýst fyrir félagsmenn.
Þú styður við innra starf Keflavíkur íþrótta og ungmennafélags.
Hluti ágóða KSK og dótturfélaga fer markvisst til baka í samfélagið okkar. Þegar þú kaupir inn í þinni eigin verslun tekur þú þátt í að bæta samfélagið okkar.
Sem félagi ertu eigandi og getur haft áhrif á mótun framtíðar félagsins.
KSK er samvinnufélag í eigu félagsmanna á starfssvæðinu. Félagið kappkostar að hjálpa samfélaginu okkar að vaxa og dafna en lykillinn að því er að sýna samfélagslega ábyrgð. Félagið vill taka þátt í samstarfi við önnur félög sem hafa framfarir í nærsamfélaginu að leiðarljósi. Gildi KSK eru Samvinna-Traust og Samfélagsleg ábyrgð.
Kæri viðtakandi eins og kemur fram hér að ofan þá erum við að leita til þín um að koma í lið með okkur í þetta verkefni. Allir þeir fjármunir sem kunna að hljótast af þessu samstarfi við Kaupfélag Suðurnesja renna óskiptir til deilda innan Keflavíkur til eflingar á innra starfi deilda.
Þessu fylgja engar kvaðir. Hvetjum okkar félagsmenn það nýta sér afsláttarkjörin sem því fylgir að vera félagsmaður.
Félagsgjaldi er þín eign og endurgreitt við 70 ára aldur.
Félagsgjaldið er eingreiðsla 1000-kr. og svo ekki meir.
Þegar inn á síðuna er komið þá er mikilvægt að merkja við Keflavíkur lógóið svo að Keflavík fá sinn hluta af þinni félagsaðild.
KSK er eitt af særstu styrktar fyrirtækjum hér á svæðinu hvað varðar stuðning við íþróttastarfið.
Með fyrirfram þakklæti
Einar Haraldsson
formaður Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags.