Samsæti til heiðurs Íslandsmeisturum kvennakörfunnar í Keflavík
Aðalstjórn Keflavíkur bauð til samsætis til heiðurs Íslandsmeisturum kvenna í körfuknattleik í gærkveldi.
Frú Dorrit Moussaieff forsetafrú heiðraði okkur með nærveru sinni og lék á alls oddi.
Það voru svo fyrirliðar flokkanna sem afhentu Frú Dorrit keppnistreyju Keflavíkur með nafni hennar á og númerinu 8 sem stendur fyrir fjölda íslandsmeistaratitla.
Fyrstu Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik kvenna í efsta flokki 1988 voru heiðursgestir. Jón Kr. Gíslason sem var þjálfari 88 liðsins og Jón Halldór Eðvaldsson þjálfir meistaraflokks kvenna á síðasta tímabili voru sæmdir heiðurssilfurmerki félagsins. Jón Halldór var fjarverandi. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Hannes Þ. Jónsson formaður KKÍ og Gunnar Jóhannsson formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur ávörpuðu samkomuna. Tríó Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék nokkur lög. Tríóið er skipað þannig: Esther Elín Þórðardóttir á fiðlu, Karítas Lára Rafnkelsdóttir á víólu og Salka Björt Kristjánsdóttir á celló.
Þökkum öllum aðilum sem sýndu okkur þann heiður að koma og samfagna þessum merka árangri. Hafið þökk fyrri.
Frú Dorrit Moussaieff þökkum við sérstakleg fyrir að sýna okkur þann heiður að heiðra okkur með nærveru sinn. Þúsund þakkir.
Fyrirliðar Íslandsmeistaranna ásamt frú Dorrit forsetafrú.
Íslandsmeistarar 1988 ásamt þjálfara
Skúli Þ. Skúlason (formaður ´88) sæmdi Jón Kr. Gíslason Heiðurssilfurmerki félagsins
Hópmyndi af gestum.
Ljósmyndir Oddgeir Karlsson
Fh. aðalstjórnar
Einar Haraldsson formaður.
Einnig er hægt að sjá frétt af samsætinu inn á vf.is