s a m s t a r f s s a m n i n g u r við 365
Keflavík og 365 hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að félagið reynir að fá sem flesta til að gerast áskrifendur af 365 miðlum (stöð 2 og sportrásum) sem skilar sér í auknum tekjum til félagsins. Fyrir hvern nýjan áskriftarsamning sem gerður er við 365 í gegnum Keflavík íþrótta- og ungmennafélag fær félagið til sín 30% af því verði. Viðkomandi getur ákveðið hvaða deild innan félagsins hann vill styrkja eða þá bara félagið sjálft. Við hvetjum sem flesta til að gerast áskrifendur af 365 í gengum Keflavík íþrótta- og ungmennafélag og styrkja okkar starf í leiðinni. Áhugasömum er bent á að hafa samband við undirritaðan í síma 421-3044 / 897-2504 eða með tölvupósti keflavik@keflavik.is
Einnig munu deildir félagsins innan skamms tíma bjóða fólki upp á áskrift.
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur