Fréttir

Aðalstjórn | 24. júní 2011

RUGBY æfing

 

Laugardaginn 25. Júní n.k. verður Rugby Ísland með æfingu og kynningu á íþróttinni. Uppbygging á rugby hefur átt tekið miklum framförum frá því að æfingar hófust í febrúar 2010 og nú er komið að Reykjanesinu.

Rugby Ísland kemur til með að vera með æfingu á Íþróttasvæðinu fyrir ofan Iðavelli í Reykjanesbæ og er öllum velkomið að koma og kynna sér íþróttina og hvað hægt er að byggja upp sem nýjan valkost fyrir Suðurnesjabúa. Allir aldurshópar velkomnir að koma og kynna málið og/eða taka þátt í æfingum.

Konur jafnt sem karlar velkomin og verða æfingar stilltar fyrir þann hóp sem mætir.  Æfingin hefst klukkan 15:00 og gera má ráð fyrir því að hún standi til 17:00.