Fréttir

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“
Aðalstjórn | 15. nóvember 2013

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ 2014

 

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ verður haldin dagana    9. – 11.apríl 2014 á Hótel Ísafirði. Aðalþema ráðstefnunnar að þessu sinni verður Stjórnsýslan og við. Þema endurspeglar vel þarfir ungs fólks og ungmenna sem vinna í ungmennaráðum í sínu sveitafélagi. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða og meta stöðu sína í eigin samfélagi og grundvöll til að ræða við aðila sem koma að stjórnsýslunni.

Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og vandað hefur verið til dagskrár ráðstefnunnar. Kvöldvökur verða bæði kvöldin og ættu allir að hafa bæði gagn og gaman af.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 60 manns. Þátttökugjald eru 12.000.- fyrir hvern einstakling og eru allar ferðir, uppihald og ráðstefnugögn innifalin.

Endanleg dagskrá og meiri upplýsingar varðandi skráningu verða sendar á nýju ári en hægt er að fá upplýsingar hjá Ungmennafélagi Íslands í síma 568-2929 eða senda fyrirspurn á sabina@umfi.is