Fréttir

Aðalstjórn | 29. desember 2011

Pálína María Gunnlaugsdóttir íþróttamaður Keflavíkur 2011

Pálína María Gunnlaugsdóttir
íþróttamaður Keflavíkur 2011

 

Afrek Pálínu:

Pálína er Íslands og bikarmeistari 2011 með liði Keflavíkur.

Pálína var valin í 5 manna úrvalslið Icelandexpressdeildar kvenna fyrir síðasta tímabil.
Var valin besti leikmaður Íslands og bikarmeistara kvenna.
Var í úrvalsliði Keflavíkur, ein af 5 bestu leikmönnum bæði karla og kvennaliðs Keflavíkur.
Pálína hefur verið mjög dugleg að koma að öllu sem félagið hefur beðið hana um.
Valin í landsliðshóp sem kemur saman nú á milli jóla og nýárs.

• Pálína er fyrirmynd annarra íþróttamanna, einstaklega ósérhlífin, dugleg og drífandi sem smitast  yfir í aðra leikmenn.

• Spyr alltaf fyrst hvað hún geti gert fyrir félagið og félagana áður en hún spyr hvað sé hægt að gera fyrir sig.

• Hefur verið í fremstu röð körfuknattleikskvenna síðastliðin 5 ár, þrátt fyrir að vera búin að eignast dóttur fyrir rúmlega 2 árum síðan.

• Er mikill leiðtogi

• Sýndi af sér mikinn dugnað eftir að hafa eignast barn og var komin á fullt aftur við æfingar 5 vikum eftir barnsburð. Þetta lýsir Pálínu best.

Pálína hefur verið leikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands og hefur verið fastamaður í A- landsliði Íslands síðan 2006.

 

 



Pálína María Gunnlaugsdóttir ásamt formanni Keflavíkur Einari Haraldssyni

 

Aðalstjórn Keflavíkur óskar Pálínu til hamingju með titilinn íþróttamaður Keflavíkur 2011.

Fh. aðalstjórnar Einar Haraldsson formaður.