Fréttir

Aðalstjórn | 8. apríl 2024

Nýr framkvæmdarstjóri hefur störf

Í dag 8.apríl hefur Birgir Már Bragason, nýr framkvæmdarstjóri félagsins störf og mun starfa með Einari Haraldssyni þangað til hann lætur af störfum 30. apríl.  Einar hefur verið starfandi sem framkvæmdarstjóri félagsins frá 1999 og hefur reynst félaginu afar vel og sinnt starfinu af sóma.

Birgir Már hefur starfað í félaginu lengi sem stjórnarmaður.  Hann hefur setið í stjórnum hjá Körfuknattleiksdeild, Knattspyrnudeild og síðast í Aðalstjórn um árabil og þekkir því starfsemina og félagið vel.

Við bjóðum Birgi Má innilega velkominn til starfa á skrifstofu félagsins.