Fréttir

Aðalstjórn | 22. október 2007

Nýr formaður UMFÍ

Helga Guðrún Guðjónsdóttir var einróma kjörin formaður Ungmennafélags
Íslands á þingi þess sem lauk á Þingvöllum sunnudaginn 21. október. Björn B. Jónsson, fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér.
Helga Guðrún var ein í kjöri og er þetta í fyrsta
skipti í 100 ára sögu UMFÍ sem kona er formaður í hreyfingunni.
Við þingsetningu 45. þings UMFÍ í Almannagjá veitti Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ Birni B. Jónssyni formanni UMFÍ  gullmerki ÍSÍ.
Birni B. Jónssyni og Önnur R Möller voru þökkuð vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar og voru sæmd gullmerki UMFÍ. Anna R. Möller gaf ekki kosta á sér til stjórnarkjörs, en hún hafi setið í stjórn í tíu ár. 

 

Í aðalstjórn UMFÍ voru kosnir Björn Ármann Ólafsson, Ásdís Helga
Bjarnadóttir, Einar Haraldsson, Hringur Hreinsson, Björg Jakobsdóttir og Örn
Guðnason. Í varastjórn voru kosin Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Haraldur
Jóhannsson, Jóhann Tryggvason og Einar Jón Geirsson.

Meðal tillagna sem láu fyrir þinginu var umsókn ÍBR um inngöngu í UMFÍ.

Nokkrar umræður urðu um tillöguna og kom Sigurbjörn Gunnarsson með breytingartillögu sem hljóðar svo.

45 Sambandsþing UMFÍ fagnar áhuga ÍBR að taka þátt í starfi ungmennafélaga. Þingið telur þó ekki forsendur fyrir því að ÍBR fái
aðild að UMFÍ. Þingið felur stjórn UMFÍ að taka upp viðræður við ÍSÍ um
heildarskipulag ungmennafélag og íþróttahreyfingarinnar þ.á.m  skiptingu
lottóágóða. Þessi tillaga var samþykkt með 47 atkvæðum gegn 45.

45. Sambandsþing samþykkti breytingar á lottóreglugerðinni.




Þingfulltrúa Keflavíkur frá vinstri: Einar Haraldsson, Kári Gunnlaugsson, Birgir Ingibergsson, Sigurvin Guðfinnsson, Guðjón Axelsson, Bjarney S. Snævarsdóttir og Þórður Magni Kjartansson. Á myndina vantar Sigurbjörn Gunnarsson.


Myndir: Frá 45. Sambandsþingi UMFÍ á Þingvöllum um helgina.