NÝ 50 METRA INNISUNDLAUG
Aðalstjórn Keflavíkur fagnar skóflustungu að nýrri 50 metra innisundlaugar við Sunnubraut.
Margir lögðu hönd á plóginn þegar fyrsta skóflustunga var tekin að 50m innisunlaug og vatnagarði sem tekin verður í notkun í mars 2006.
Það voru börn frá leikskólanum Garðasel sem tóku skóflustunguna ásamt nemendum í Myllubakkaskóla og Holtaskóla sem munu koma til með að sækja skólasund í nýju laugina. Einnig hjálpuðu til sundafreksmenn á öllum aldri og fulltrúar sunddeilda og félaganna Keflavíkur og UMFN.
Brunavarnir Suðurnesja tóku þátt í athöfninni með því að sprauta "eldveggi" í loftið þegar grafa verktakanna hóf moksturinn.
Eignarhaldasfélagið Fasteign hf. byggir laugina og leigir hana Reykjanesbæ að loknum framkvæmdum.
Mynd af heimasíðu vf.is
Framkvæmdin er unnin í nánu samstarfi Reykjanesbæjar og Fasteignar og haft að leiðarljósi hagkvæmni og góð nýting. Dæmi um það er að búningsklefar innilaugarinnar verða í kjallara núverandi byggingar.
Laugin uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru fyrir keppni í inninlandsmótum, Norðurlandamótum og alþjóðlegum mótum, þó ekki alþjóðleg meistaramót. Laugin er 15,5 m á breitt, 6 brautir og 1,5 til 1,8m á dýpt.
Í miðri laug er brú sem verður hægt að lyfta upp og þannig breyta lauginni í 25m keppnislaug. Þannig er jafnframt hægt að kenna 2 bekkjum í skólasundi á sama tíma.
Í grynnri enda laugarinnar verða upptakanlegar botneiningar á um 200m2 svæði sem gerir laugina 1m djúpa og hentar því vel fyrir kennslu ungra barna.
Í framkvæmdunum er gert ráð fyrir yfirbyggðum vatnaleikjagarði sem verður milli nýju innilaugarinnar og gömlu útilaugarinnar.
Aðalverktaki við byggingu laugarinnar er Keflavíkurverktakar og eru áætluð verklok í mars 2006. Heildarkokstnaður er áætlaður um 645 milljónir króna.
Frétt af heimasíðu Reykjnesbæjar