Fréttir

Aðalstjórn | 21. maí 2010

Norræn ungmennavika



Ungmennafélag Íslands hefur um langt skeið verið aðili að NSU ( Nordisk samorganisation for ungdomsarbete ) og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum með þeim.

NSU stendur fyrir Ungmennaviku dagana 18. – 25. júlí 2010 sem verður haldin í Suður Slesvig í Danmörku (Þýskalandi). SDU, Sydlesvig Danske Ungdomsforeninger, skipuleggur ungmennavikuna og heldur utan  um alla framkvæmdina.  Ef þú ert 15 – 25 ára, þá er þetta kannski eitthvað fyrir þig.

Það er hægt að kíkja á http://www.sdu.de/ en þar má finna enn frekari upplýsingar um þetta allt.

Kostnaður við Ungmennavikuna er um 100.000.- ískr. pr. einstakling ( innifalið flug og þátttaka ).  Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að styrkja 6 einstaklinga til fararinnar um kr. 50.000.- hvern.

Áhugasamir skulu skila inn umsóknum til UMFÍ á netfangið omar@umfi.is fyrir 28.maí 2010


Í umsókninni skal koma fram nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang.  Taka skal fram frá hvaða sambandsaðila viðkomandi kemur frá og áhugamál.

Vil ég hvetja þá aðila sem kunna að hafa áhuga á þessu að kynna sér málið og sækja svo um.

 

fyrir hönd Keflavíkur
Einar Haraldsson formaður