Námskeið í félagsmálafræðslu.
Aðalstjórn Keflavíkur bauð stjórnendum deilda, þjálfurum og öðrum þeim aðilum sem eru að starfa innan félagsins að sækja námskeið í félagsmálafræðslu „Sýndu hvað í þér býr“ sér að kostnaðarlausu. Fimmtán aðilar sótt námskeiðið. Kennari Sigurður Guðmundsson verkefnastóri hjá UMFÍ.
Ungmennafélag Íslands gerði samning við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands um standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í framkomu og fundarsköpum. Farið verður í ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, þ.e. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig verður kennt ýmislegt um fundi og fundahöld eins og fundareglur, boðun funda, fundaskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl..
Hér á ferðinni mjög gott námskeið sem vert er að mæla með.
Takk fyrir okkur.
Myndir af námskeiðinu.
Einar Haraldsson formaður.
Íslandi allt