NÁMSKEIÐ Í FÉLAGSMÁLAFRÆÐSLU
Sýndu hvað í þér býr!
Keflavík íþrótta- og ungmennafélag stendur fyrir námskeið í félagsmálafræðslu í 17. febrúar.
Aðalstjórn Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða stjórnendum deilda, þjálfurum og öðrum þeim aðilum sem eru að starfa innan félagsins að sækja námskeið í félagsmálafræðslu „Sýndu hvað í þér býr“ sér að kostnaðarlausu sem haldið verður 17. febrúar í félagsheimili okkar að Hringbraut 108 og er frá kl. 18:00 til 22:00. Kennari Sigurður Guðmundsson kemur frá UMFÍ.
Aðalstjórn hvetur stjórnendur deilda, þjálfara og öðrum þeim aðilum sem eru að starfa innan félagsins að nýta sér þetta tækifæri sem eflir og styrkir viðkomandi í starfi sínu fyrir deildina, félagið og eflir sjálftraust viðkomandi.
Vinsamlega tilkynnið ykkar þátttöku til Einar H. í tölvupósti á keflavi@keflavik.is fyrir föstudaginn 13. febrúar.
Fyrir hönd aðalstjórnar
Einar Haraldsson