Fréttir

Aðalstjórn | 3. desember 2010

Minningarstund um brunann í samkomuhúsinu Skildi

Minningarstund um brunann í samkomuhúsinu Skildi verður haldin í Keflavíkurkirkju kl. 20:00 sunnudaginn 5. desember n.k. í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá atburðinum.

Að lokinni minningarstund í kirkjunni verður boðið upp á kaffi í Kirkjulundi en þar verður fagnað útgáfu bókar um þennan hildarleik þar sem  birt eru viðtöl við marga þá sem sóttu jólatrésskemmtunina örlagaríku og aðstandendur þeirra er létust. Bókin er skrifuð af Dagnýu Gísladóttur.

Alls létust 10 manns í brunanum, þar af 7 börn á aldrinum 6 - 10 ára. Aldrei hafa fleiri farist í bruna á Íslandi, að vitað sé, síðan á Sturlungaöld.

 

Jólatrésskemmtun UMFK 30.desember 1935.

Mynd og texti tekin úr 80 ára sögu Keflavíkur íþróttta- og ungmennafélags.