Lokahóf Keflavíkurgetrauna
Í vetur fór af stað hópgetraunaleikur hjá Keflavík þar sem hópur tippara kom saman á hverjum laugardegi og giskaði á leiki helgarinnar. Tilgangurinn var ekki síst að þjappa stuðningsmönnum saman og afla um leið tekna fyrir unglingastarf deildarinnar. Úrslitakeppni getraunaleiksims fór fram laugardaginn 7. maí og að henni lokinni fór lokahóf vetrarins fram í félagsheimilinu við Sunnubraut. Úrslit í getraunaleiknum urðu þessi:
Vorleiksmeistari Keflavíkur-getrauna.
1. Hamson - Magnús Haraldsson og Halldór Magnússon.
2. Púllarar - Hans Þórðarson og Ólafur Ingvi Hansson.
3. LFC - Elís Kristjánsson og Sigurbergur Elísson.
Afturrúðubikarmeistari Keflavíkur-getrauna.
1. 237 - Jóhann Einvarðsson og Guðný Gunnarsdóttir.
2. Bræður - Víðir S. Jónsson og Júlíus Jónsson.
3. Gullmolar - Tryggvi Þór Bragason og Áslaug B. Guðjónsdóttir.