Lokahóf Keflavíkur-getrauna á laugardaginn
Lokahóf Keflavíkur-getrauna verður í félagsheimilinu við Sunnubraut laugardaginn 21. apríl kl. 17:00-19:00. Þar verður veturinn gerður upp og sigurvegarar krýndir en lokaúrslitin fara fram þennan dag. Öllum þátttakendum er boðið ásamt mökum en boðið verður upp á léttar veitingar.