Leiðbeiningar vegna inflúensu
Eins og öllum er kunnugt er inflúensan H1N1 komin til landsins. Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu sóttvarnarlæknis er inflúensan tiltölulega væg. Engu að síður hafa menntamálaráðuneyti, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnalæknis útbúið leiðbeiningar fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög vegna mögulegs inflúensufaraldurs (inflúensa H1N1).
Leiðbeiningarnar fylgja hér ásamt viðbragðsáætlun almannavarna fyrir skóla um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. Í viðbragðsáætluninni er að finna gagnlegar upplýsingar, m.a. um háskastig almannavarna og viðbrögð við þeim. Viðbragðsáætlunin opnast ef smellt er hér.
Tekið af heimasíu ÍSÍ