Landssöfnun Rauða kross Íslands
Landssöfunin 9. september 2006
Landssöfnun Rauða kross Íslands " Göngum til góðs " fer fram laugardaginn 9.
september n.k., söfnunarfénu verður varið til hjálpar börnum í sunnanverðri Afríku, sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis.
Undirbúningur Suðurnesjadeildar er í fullum gangi og viljum við hvetja Suðurnesjamenn til að leggja þessu málefni lið á söfnunardaginn og ganga með okkur til góðs.
Söfnunarstöð verður í húsnæði deildarinnar að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ og opnar húsið kl. 10.00, safnað verður í Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Vogum. Skráning er hafin á heimsíðu Rauða krossins http://www.redcross.is einnig er hægt að senda tölvupóst á mailto:sudredcross@sudredcross.is í síma 420-4700 eða hjá söfnunarstjóra deildarinnar í síma 865-1346