Fréttir

Landsmót UMFÍ Selfossi 4. - 7. júlí
Aðalstjórn | 24. maí 2013

Landsmót UMFÍ Selfossi 4. - 7. júlí

 

Landsmót UMFÍ Selfossi 4. – 7. Júlí 2013

27. Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi. Mótshaldarinn er HSK.

Nú líður senn að 27. Landsmóti UMFÍ.

Aðalstjórn Keflavíkur hvetur allt okkar fólk að mæta á Landsmót. Skilyrði til þátttöku fyrir hönd Keflavíkur er að vera félagsmaður í Keflavík. Hægt er að taka þátt í þeim greinum sem eru í boði og skiptir þá ekki máli hvaða íþróttagrein maður stundar, einungis að vera félagsmaður í Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi.
Aðalstjórn Keflavíkur greiðir þátttökugjald okkar keppenda.

Erum að gera forkönnun á þátttöku okkar á Landsmótið og er hana að finna á heimsíðu okkar og einnig hér. Viljum hvetja ykkur til að taka þátt í könnuninni svo að við getum gert ráð fyrir að vera með nógu stórt tjaldsvæði fyrir okkar fólk.

Áhugasamir eru beðnir að setja sig í samband við framkvæmdastjóra félagsins keflavik@keflavik.is 421-3044 / 897-5204

Hér má sjá reglugerðina um Landsmót.

Hér má sjá keppnisgreinar.

Tölvupóstur verður sendur á iðkendur Keflavíkur sem eru 10 ára og eldri þar sem mótið verður kynnt.