Fréttir

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogunum
Aðalstjórn | 31. maí 2024

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogunum

Mótið verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. - 9. júní og er það opið öllum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Einnig verða í boði greinar fyrir yngri þátttakendur. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum.

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.

Mótið hefst á fimmtudegi með nokkrum keppnisgreinum en síðan verður föstudagur, laugardagur og sunnudagur undirlagðir með keppnisgreinum. Landsmóti UMFÍ 50+ lýkur síðan um miðjan sunnudag.

Keppt verður í allskonar greinum - en svo eru allir velkomnir að koma og prófa og taka þátt í hinu og þessu. 

Greinar mótsins eru: boccia, borðtennis, brennibolti, bridds, frisbígolf, frjálsar íþróttir, golf, hjólreiðar, kasína, línudans, petanque, píla, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, stígvélakast, strandarhlaup og sund. 

Við hvetjum okkar fólk í Keflavík til að fjölmenna á mótið og skrá sig.

Nánari upplýsingar eru hér:

Upplýsingar - Ungmennafélag Íslands (umfi.is)