Kynningarfundur um lýðháskólann í Sønderborg
Opinn kynningarfundur verður haldinn í Þjónustumiðstöð UMFÍ Sigtúni 42 miðvikudaginn 19. mars klukkan 20.
Þar verða kynntir möguleikar sem felast í því að fara í lýðháaskólann í Sønderborg í Danmörku.
Fulltrúar frá skólann verða á kynningarfundinum.
Íþróttalýðháskólar bjóða upp á skemmtilegt og spennandi nám fyrir ungt fólk á átjánda ári og eldri. Skólarnir leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar en flestir bjóða þeir upp á allt mögulegt. Námið er krefjandi og uppbyggjandi og hver dagur býður upp á ný ævintýri. Íþróttalýðháskólinn í Sønderborg er staðsettur í frábæru umhverfi rétt við landamæri Danmerkur og Þýskalands. Hægt er að leggja stund á allar almennar íþróttagreinar, t.d. fótbolta, handbolta og badminton.
Íslensk ungmenni hafa um langt skeið sótt nám í lýðháskólann í Sønderborg og er samdóma álit þeirra að skólinn bjóði upp á skemmtilegt nám. Dvölin í skólanum hafi verið frábær upplifun og góður skóli í lífinu.
Nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn Halldórsdóttir
sími 540-2905 gsm 898-2279
sabina(hjá)umfi.is www.umfi.is