Keilisganga Keflavíkur
Keilisganga Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags verður á morgunn laugardaginn 15. september. Mæting er við íþróttahúsið við Sunnubraut kl. 13:00 og þar getum við sameinast í bíla. Farastjóri verður Rannveig Garðarsdóttir (Nanný). Hvet ykkur öll til að mæta og sýna samstöðu.
Tilgangur ferðarinnar er að sækja gestabók sem er á toppi Keilis, en hún inniheldur nöfn þeirra sem gengið hafa á Keili. Gestabókinni er svo skilað inn til UMFÍ og fara nöfnin í gestabókinni ásamt öðrum gestabókum í pott sem vinningar verða dregnir úr .
Gangan er fyrir alla, eru allir velkomnir.
Áfram Keflavík.