Keflavíkurdagurinn
Keflavíkurdagurinn 12. september 2015
Opið hús verður frá kl.13:00 – 15:00
í íþróttahúsinu við Sunnubraut laugardaginn 12. september 2015
• Keflavík íþrótta- og ungmennafélag er
stórt íþróttafélag með átta deildir og aðalstjórn.
• Deildir félagsins kynna starfið sem er
framundan, hvað sé í boði og hjálpa til
með skráningar.
• Deildir félagsins starfa sjálfstætt undir
eftirliti aðalstjórnar.
• Stjórnarmenn eru sjálfboðaliðar.
• Allar deildir félagsins eru vel reknar og
eiga stjórnarmenn heiður skilið fyrir sitt
framlag til íþróttanna.
• Hvetjum alla til að koma og kynna sér
hinar ýmsu íþróttagreinar sem eru í
boði.
• Hvetjum alla til að koma og kynna sér
starfsemina í deildum félagsins og
spyrja stjórnarmenn út í starfið.
Fyrir hönd aðalstjórnar Keflavíkur
Einar Haraldsson formaður