Keflavík styrkir deildir félagsins

Aðalstjórn er búin að selja fasteignina Skólaveg 32 sem félagið átti og notað var sem félagsheimili og skrifstofa. Nú hefur verið tekið í notkun nýtt félagsheimili og skrifstofa að Hringbraut 108. Með sölunni skapaðist rúm til að greiða út peninga til deilda og styrkja þannig fjárhag þeirra til að halda úti öflugu og metnaðarfullu íþróttastarfi. Styrknum er skipt á milli deilda miðað við iðkendafjölda um áramótin 2002 og 2003. Iðkendafjöldi félagsins er 1327 einstaklingar í sjö deildum.
f.h. aðalstjórnar Keflavíkur
Einar Haraldsson formaður.