Keflavík íþrótta- og ungmennafélag og Heiðarskóli
Keflavík íþrótta- og ungmennafélag og Heiðarskóli
undirrita samstarfssamning
Þann 17. október undirrituðu Gunnar Þ. Jónsson skólastjóri og Einar Haraldsson formaður Keflavíkur
íþrótta- og ungmennafélags samstarfssamning fyrir skólaárið 2005-2006.
Samningurinn felur í sér að nemendur í 9. og 10. bekk Heiðarskóla sem velja íþróttir sem valgrein
fá æfingar sínar hjá Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi, metnar sem hluta af valgreininni.
Samstarf er á milli kennara skólans og þjálfara í deildum sem halda vel utan um ástundun nemenda, mætingar og frammistöðu. Með þessari samvinnu er verið að viðurkenna og meta mikla vinnu nemenda sem leggja sig fram um að ná góðum árangri í íþróttum, efla tengsl skóla og íþróttahreyfingarinnar og um leið að efla enn frekar eina af aðaláherslum skólans
sem eru íþróttir og hollar lífsvenjur.

Tekið af heimasíðu Heiðarskóla