Fréttir

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Aðalstjórn | 4. nóvember 2022

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ í Blue höllinni í Keflavík fimmtudaginn 3. nóvember síðastliðinn. Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti formanni félgsins Einari Haraldssyni og fulltrúum 8 deilda viðurkenningarnar rétt fyrir leik Keflavíkur og Hauka í Subway deild karla. Félagið fékk viðurkenninguna fyrst árið 2003 og var fyrsta félagið sem fékk þessa viðurkenningu frá ÍSÍ. Á myndinni má sjá Einar Haraldsson formaður félagsins lengst til hægri ásamt fulltrúum deilda félagsins og iðkendum með viðurkenningarnar og fána Fyrirmyndarfélaga.

Áfram Keflavík

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur