Fréttir

Keflavík fyrirmyndarfélag á Unglingalandsmótinu
Aðalstjórn | 9. ágúst 2012

Keflavík fyrirmyndarfélag á Unglingalandsmótinu

Keflavík fyrirmyndarfélag á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ

Á nýafstöðnu Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var um verslunarmannahelgina á Selfossi voru Keflvíkingar sérlega áberandi. Félagið hlaut nafnbótina fyrirmyndarfélag mótsins eftir vasklega framgöngu. Árangurinn glæsilegur en aldrei verið fleiri keppendur frá Keflvíkingum, eða 112 talsins. Keppendur  voru  sínu félagi til sóma jafnt innan sem utan vallar.
Farastjóri var Ólafur Ásmundsson.

Hér má finna úrslit mótsins.

 

Til hamingju keppendur, farastóri og aðrir sem komu að undirbúningi og stjórnun á okkar fólki.

 

Einar Haraldsson formaður Keflavíkur.